logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja
Veggspjald leirlistakonunnar Melkorku Matthíasdóttur

Sýningaropnun í Listasal Mosfellsbæjar

06/01/2023

Sýningin „Og hvað um tað? – Tilraunir með öskuglerunga“ verður opnuð þriðjudaginn 10. janúar kl. 14-18

Á þessari fyrstu sýningu ársins mun Melkorka Matthísadóttir leirlistakona sýna keramikmuni. Melkorka er með meistaragráðu í jarðfræði frá Háskólanum í Bergen en haustið
 2019 ákvað Melkorka að venda sínu kvæði í kross og fékk inngöngu í diplómanám á sviði leirlistar í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Hún útskrifaðist þaðan vorið 2021.

Það má segja að sýningin sé óður til íslenskrar náttúru og menningar því leirlistakonan Melkorka Matthíasdóttir nýtir gróður og tað, til að búa til ösku sem glerung utan um leirmuni sína. Hér er áhugaverð listakonan sem er á fullri ferð að þróa aðferðir við að endurvinna úrgang. 
Um leið og við óskum ykkur gleðilegs árs þá hvetjum við ykkur til að koma og skoða sýninguna sem opnar þriðjudaginn 10. janúar kl. 14. 

Sýningin stendur til 3. febrúar 2023 í Listasal Mosfellsbæjar, að Þverholti 2 í Mosfellsbæ. 
Opið alla daga 9-18 og laugardaga 12-16.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira