logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Janúargetraunin

03/01/2022
Fyrsta barnagetraunin á nýju ári er mætt í bókasafnið!

Nú spyrjum við um hinar ýmsu myndasögupersónur; Tinna, Lukku-Láka og dýravininn sem er alltaf svolítið utan við sig. Líkt og áður vinnur einn heppinn þátttakandi bók.
Getraunin er á sínum stað á gula borðinu í barnadeildinni og þegar þú hefur fundið svörin laumar þú svarseðlinum í gráa póstkassann. Ekki hika við að spyrja starfsfólk safnsins um aðstoð.

Gangi þér vel!
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira