logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Sýning í minningu sjómanna

14/01/2020
Um 150 manns mættu á opnun sýningar Hjördísar Henrysdóttur föstudaginn 10. janúar þrátt fyrir aftakaveður. Veðrið rímaði reyndar ágætlega við verkin en flest málverk Hjördísar eru af bátum sem berjast í ólgusjó. Hjördís hefur persónulega tengingu við efnið því hún er dóttir Henrys Hálfdánarsonar sem lengi var formaður Slysavarnafélags Íslands og stjórnaði mörgum björgunaraðgerðum á sjó. Verkin á sýningunni eru til sölu og seldist meirihluti þeirra á opnuninni. Síðasti sýningardagur er 7. febrúar en þann dag verður Hjördís með leiðsögn sem auglýst verður síðar.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira