logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Árni með abstrakt

06/12/2019
Hátt í 200 manns mættu í Listasal Mosfellsbæjar laugardaginn sl. á opnun sýningar Árna Bartels Heilaðu eigið gral á 12 mínútum. Árni sýnir 22 abstraktmyndir unnar með tækni sem hann hefur verið að þróa og felst í því að bæta við lögum og pússa þau niður. Við þetta fá verkin sérstaka áferð og dýpt en mörg ár getur tekið að fullkomna hvert verk. Á opnuninni var boðið upp á ljúffengar veitingar auk bjórs sem sérmerktur var sýningunni.
Síðasti sýningardagur er 27. desember og vakin er athygli á því að þetta er sölusýning.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira