logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Uppskeruhátíð Sumarlestrar 2019

06.09.2019 11:44
Uppskeruhátíð Sumarlestrar var haldin fimmtudaginn 5. september. Skráningin í ár var mjög góð en um 250 börn voru skráð í Sumarlesturinn. Mikil ánægja var hjá foreldrum að fá kærkomið tækifæri til að hvetja börnin til lestrar og viðhalda þeirri lestrarhæfni sem þau hlutu um veturinn. Við buðum upp á hitting einu sinni í mánuði yfir sumarið þar sem þau komu sem gátu, þá var dregið í happdrætti og þrautir leystar.

Á uppskeruhátíðinni fengum við Sirkus Íslands til að vera með sirkussmiðju fyrir börnin, og var mikil gleði og ánægja með það. Dregið var í happdrætti. Sex börn duttu í lukkupottinn og fengu bókina Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Börnin voru afar ánægð með þetta allt saman og gleðin var við völd. Þau voru svo leyst út með drykk og íspinna í lokin. Vel heppnuð uppskeruhátíð í Bókasafninu. Við þökkum ykkur kærlega fyrir þátttökuna.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira