logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Bókaverðlaun barnanna 2019

05/06/2019
Börnum alls staðar á landinu gafst í vor kostur á að kjósa bækur sem þeim þóttu skemmtilegar, áhugaverðar eða góðar af einhverri ástæðu.
Þær bækur sem fengu flestar tilnefningar hér í bæ eru:
Íslenskar: Siggi sítróna, Þitt eigið tímaferðalag og Lára fer til læknis.
Þýddar: Dagbók Kidda klaufa 10 - Leynikofinn, Alein úti í snjónum og Binna B. Bjarna: djúpa laugin.

Við verðlaunuðum fjögur börn fyrir þátttöku í kosningunni með bókargjöf. Þetta eru þau Sara í Lágafellsskóla sem fékk bókina Úlfur og Edda : dýrgripurinn, Óskar Jóhann í Krikaskóla, fékk Nýr heimur : ævintýri Esju í borginni, Bjarni Ásberg í Varmárskóla, fékk Stormsker : fólkið sem fangaði vindinn og Dagbjört Sunna í Helgafellsskóla fékk bókina Matthildur.

Við þökkum öllum fyrir þátttöku í kosningunni og vonumst til að sjá ykkur í sumar í Bókasafninu.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira