logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

9. bekkur í heimsókn í Bókasafninu

04/06/2019

Um árabil hefur Bókasafn Mosfellsbæjar boðið 9. bekkingum í heimsókn. Á því var engin undantekning í ár því miðvikudaginn 29. maí síðastliðinn komu nemendur úr Varmárskóla og Lágafellsskóla að hitta áhugavert ungt fólk. Það voru þau GDRN og Sprite Zero Klan. Krakkarnir höfðu um margt að spyrja og fengu svör við ótrúlegustu spurningum. Það er gaman frá því að segja að GDRN er fyrrverandi nemandi Varmárskóla og annar meðlimur Sprite Zero Klan er fyrrverandi nemandi Lágafellsskóla. Takk öll fyrir komuna og hlökkum til að sjá ykkur í safninu.Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira