logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Litli skiptibókamarkaðurinn 12.-19. janúar 2019

15/01/2019
Litli skiptibókamarkaðurinn fyrir börn fór vel af stað laugardaginn 12. janúar. Þetta er fjórða árið í röð sem Bókasafn Mosfellsbæjar heldur markaðinn.
Frábær þátttaka og mikið fjör, og 107 bækur skiptu um eigendur þennan dag. Krakkarnir fóru ánægðir heim með nýjan bókafeng og bókamerki í farteskinu.
Litli skiptibókamarkaðurinn verður áfram út vikuna, til laugardags 19. janúar.
Mikilvægt er að bækurnar séu vel með farnar og hreinar.
Sjáumst hress.

Með kveðju, starfsfólk Bókasafnsins.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira