logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Sumar í brennidepli

05/06/2018

Sumarið er tíminn ...

Sumar bækur gleymast á meðan aðrar bækur koma á óvart, en sumum bókum er bara ekki veitt athygli.

Á þessum árstíma leita margir í að lesa annars konar bækur en að vetri til, oft eitthvað meira léttmeti sem hægt er að taka með sér í fríið eða til lesa þegar rigningin ræður ríkjum. Fólk sem er í námi eða krefjandi vinnu hefur ekki alltaf tóm til að lesa á veturna og nýtur þess því frekar yfir sumartímann.

En stundum er erfitt að finna lesefni.  Því ekki að láta slag standa og taka bækur sem tengjast sumrinu?  Sögur með einhvers konar tilvísun í sumar eða þær sem gerast að sumri er sá flokkur sem nú er í brennidepli - og það að gefnu tilefni, því nú er komið sumar - samkvæmt íslensku dagatali.

Bækurnar eru úr ýmsum áttum og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi; skáldsögur, glæpasögur, ástarsögur, ævisögur, ferðasögur og ljóð.

Njótum þess að lesa í sumar, jafnvel eitthvað annað en við erum vön!

Góðar stundir.

 

Sumar -  í Stóru orðabókinni um íslenska málnotkun:

sumar no hvk

það líður að sumri

sumarið er í nánd

sumarið er framundan

sumarið kemur/er komið

sumarið gengur/er gengið í garð

sumarið heilsar með <sólskini og blíðu>

sumarið er í algleymingi

það líður/er liðið á sumarið

sumri hallar/er tekið að halla

<ég var heima> (þá) um sumarið

<við sáumst síðast> í sumar sem leið

<við sáumst síðast> í fyrrasumar

<sláttur hófst ekki fyrr en> á miðju sumri

<sláttur hófst ekki fyrr en> um mitt sumar

<hér er hvað fegurst> snemma sumars

<hér er hvað fegurst> síðla sumars

<heyskap var lokið> að áliðnu sumri

það er (orðið) áliðið sumars

það er <skammt; langt> liðið á sumar/sumarið

<hingað er aðeins fært> að sumri

<hingað er aðeins fært> að sumri til

<ég ætla að koma aftur> í sumar

<ég var hérna síðast> í sumar

<veðrið hefur verið gott> í allt sumar

<hér er alltaf margt fólk> á sumrin

<hér er stundum snjór> (alveg) fram á sumar

<vegurinn er stundum ófær> fram eftir sumri

sumarið er liðið

sumarið er á enda

sumarið er að baki

<ég kem hingað aftur> næsta sumar

<ég kem hingað aftur> að sumri

<við fórum þangað aftur> (um) sumarið eftir

<mótið verður haldið> á sumri komanda

 

<hlýtt; kalt; gott, yndislegt; leiðinlegt, leiðinda-> sumar

(þetta var) <gott> <heyskapar-, berja-> -sumar

sumar og vetur

sól og sumar

sumar-

1

sumar-koma

sumar-byrjun

sumar-lok

sumar-dagur

sumar-kvöld

sumar-nótt

sumar-auki

sumar-mál

sumar-mánuður

sumar-misseri

sumar-partur

sumar-tími

sumar-stund

sumar-sólstöður

sumar-sólhvörf

sumar-tungl

sumar-langur

sumar-staðinn

sumar-sæla

sumar-gleði

sumar-fagnaður

sumar-hátíð

sumar-gjöf

2

sumar-veður

sumar-veðrátta

sumar-blíða

sumar-hiti

sumar-ylur

sumar-loft

sumar-himinn

sumar-sól

sumar-ljómi

sumar-blámi

sumar-vindur

sumar-gola

3

sumar-bjartur

sumar-fagur

sumar-fríður

sumar-blíður

sumar-glaður

sumar-blár

sumar-grænn

sumar-legur

4

sumar-blóm

sumar-blómi

sumar-gróði

sumar-gróinn

sumar-hagi

sumar-gróður

sumar-beit

sumar-ganga

sumar-hold

sumar-nyt

sumar-bæra

5

sumar-blær

sumar-litur

sumar-skrúð

sumar-skraut

sumar-búningur

sumar-gervi

sumar-feldur

sumar-fatnaður

sumar-föt

sumar-klæði

sumar-buxur

sumar-jakki

sumar-kápa

sumar-kjóll

sumar-skór

sumar-tíska

6

sumar-hús

sumar-bústaður

sumar-höll

sumar-gistihús

sumar-hótel

sumar-búðir

sumar-frí

sumar-leyfi

sumar-ferð

sumar-ferðalag

sumar-dvöl

sumar-vist

sumar-námskeið

7

sumar-vinna

sumar-atvinna

sumar-starf

sumar-afleysingar

sumar-vertíð

sumar-veiði

sumar-róður

sumar-afli

-sumar

1

sólar-sumar

sólskins-sumar

hlýinda-sumar

hita-sumar

kulda-sumar

þurrka-sumar

óþurrka-sumar

rigninga(r)-sumar

vætu-sumar

rosa-sumar

gras-sumar

grasleysis-sumar

síldar-sumar

aflaleysis-sumar

hafís-sumar

2

fyrra-sumar

hitteðfyrra-sumar

há-sumar

mið-sumar

síð-sumar

 

Stafsetningarorðabókin

sumar -ið hk. sumars; sumur

sumurin voru hlý; á sumrin; sumar·blíða; sumar·sól

 

Textaleit

sumar - Stafsetningarorðabókin

sumar -ið hk. sumars; sumur

sumurin voru hlý; á sumrin; sumar·blíða; sumar·sól

sumar no hvk - Stóra orðabókin um íslenska málnotkun

... það líður að sumri, sumarið er í nánd, sumarið er framundan. ... sumarið gengur/er gengið í garð, sumarið heilsar með <sólskini og blíðu>.

sumar no hvk - Stóra orðabókin um íslenska málnotkun

sumar-fríður, sumar-blíður, sumar-glaður, sumar-blár, sumar-grænn, sumar-legur, sumar-blóm, sumar-blómi, sumar-gróði, sumar-gróinn.

sumar no (lykill) - Stóra orðabókin um íslenska málnotkun

... óska <honum, henni> gleðilegs sumars, ... það er áliðið sumars, ... <hér er stundum snjór> fram á sumar.

sumar - Íslensk orðabók

sumar, sumars, sumur (þgf. et. sumri) hk. 1. misseri, hálft ár, sex mánuðir, hefst á sumardaginn fyrsta. 2. hin hlýrri af aðalárstíðunum tveim utan hitabeltisins (stundum talið frá sumarsólstöðum til haustjafndægurs).

sumra - Íslensk orðabók

sumra. -aði s. óp. Það sumrar, það kemur sumar(tíð), það vor sumraði seint.

sumra - Stafsetningarorðabókin

sumra so. sumraði, sumrað það sumrar.

sumur - Stafsetningarorðabókin

sumur fn. sum; sumt að sumu leyti; allt og sumt; sumir komu seint.

sumra so - Stóra orðabókin um íslenska málnotkun

Sumra so. það sumrar/er farið að sumra, það sumraði óvenjulega seint í ár.                                                                          

(snara.is)

 


Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira