logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Menningarvorið 2018 í Bókasafni Mosfellsbæjar.

18.04.2018 16:30
Í áttunda sinn er Mosfellingum og gestum þeirra boðið til Menningarvors í Bókasafninu.
Spænskt kvöld á fyrri dagskrá Menningarvors 10. apríl.
Hljómsveitin Fantasía Flamenco lék töfrandi spænska tónlist, undir seiðandi söng Ástrúnar Friðbjörnsdóttur. Svo kom Jade Alejandra og dansaði Flamenco. Kristinn R. Ólafsson spjallaði um sögu og menningu Spánar. Í hléi voru veitingar af suðrænum toga og voru gestir alsælir með kvöldið, en þeir töldu um 230 manns.

Söngur og uppistand á seinni dagskrá Menningarvors 17. apríl.
Salka Sól og Vignir Rafn fluttu skemmtilega tónlist, þeim var vel tekið og klappað lof í lófa. Í hléi var boðið upp á kaffi, kökur og gos. Eftir hlé kom Þórhallur Þórhallsson uppistandari og kitlaði hláturtaugar gesta til hins ýtrasta. Gestir fóru glaðir heim með söng í hjarta og bros á vör, en þeir töldu um 140 manns.
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira