logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

LISTASALUR - Sýningaropnun - Augnablik

31/10/2017
Sýningin Augnablik

verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar þann 4. nóvember nk. kl. 15. Þar sýnir Inga Rósa Loftsdóttir vatnslitamyndir. Inga Rósa er fædd árið 1962 og lærði myndlist bæði hérlendis og í Hollandi. Fyrstu einkasýninguna hélt hún árið 1991 og hefur síðan þá sýnt verk sín í ýmsum söfnum og galleríum, m.a. í Danmörku, Svíþjóð og í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Um verkin sem Inga Rósa sýnir að þessu sinni segir hún: „Myndirnar á sýningunni eru meira eða minna af svipbrigðum og látbragði fólks. Stundum bara andlit, stundum atriði úr daglega lífinu; raunverulegur eða hugrænn veruleiki. Látbragðið getur líka sagt allt sem segja þarf og þá þarf ekkert andlit. Eiginlega lít ég á þessar myndir sem örsögur, sumar hafa meira að segja en aðrar, sumar eru hógvægari.“

Sýningin stendur til 25. nóvember og er aðgangur ókeypis. Opið er kl. 12-18 á virkum dögum og kl. 13-17 á laugardögum.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira