logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

LISTASALUR - Sýningaropnun - Tinni í túninu heima

11/04/2017
Laugardaginn 8. apríl opnaði Ísak Óli Sævarsson einkasýningu sína Tinni í túninu heima í Listasal Mosfellsbæjar.
Ísak Óli hefur áður sýnt í Listasalnum, en þá með fleirum.
Sýningin er samstarf við List án landamæra og hefur verið samstarf milli Listasalarins og þeirra í nokkur ár og fjölbreyttar og skemmtilegar sýningar verið í salnum á þeirra vegum. Það er heiður að fá að taka þátt í þessu samstarfi.
Alls sýnir Ísak Óli 59 myndir á sýningunni og eru þær til sölu.
Við sýningaropnuna tóku Ísak Óli og faðir hans Sævar Magnússon lagið og gestir tóku undir í viðlaginu.

Sýning Ísaks Óla er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins og stendur hún til 13. maí.


 Gestir á sýningaropnun hlusta á sönginnTil baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira