logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

BÓKASAFN - Í brennidepli: FINNSKAR BÓKMENNTIR

03/03/2017

Finnsk bókmenntasaga samtvinnast sænskum bókmenntum. Frá miðri 13. öld fram til upphafs 19. aldar var Finnland undir stjórn Svía, og sænska var því tungumál yfirstéttarinnar allt að lokum 20. aldarinnar. Bókmenntir Finna eru ekki eingöngu á finnskri og sænskri tungu (finnsk-sænskar bókmenntir), heldur einnig á samísku.

Frá miðöldum fram að 19. öld voru finnsk alþýðuljóð útbreitt sagnaform og voru flest þeirra hetjuljóð eða stuttir söngvar. Þarna má einnig finna ljóð um sköpun heimsins, finnsku goðsagnahetjurnar Lemminkäinen, Kullervo og Vänämöinen. En goðsögurnar mynda einnig hluta aðalhetjusögu finnsku þjóðarinnar, Kalevala.

Söngtextar voru margir hverjir eftir konur og tóku á sorgum og gleði hversdagsins. Margir textanna voru ástarsöngvar eða fjölluðu um hugarástand einstaklinga í sveitunum, og gáfu innsýn í þorpssamfélög þess tíma.

Ritun ljóða og söngtexta hófst á seinni hluta 19. aldar og þekktastur þeirra er tók saman var Elias Lönnrot. Hann sameinaði og tengdi sagnaljóðin í eina heild sem varð að endanlegu formi í Kalevala, einnig birti hann úrval söngtexta í Kanteletar

Áhrif söguljóða og söngtexta á vitund, list og menningu finnsku þjóðarinnar er stórbrotin.

Í dag býr Finnska bókmenntasamfélagið (SKS, Suomalaisen Kirjallisuuden Seura) yfir einu stærsta safni sagnahefða um heim allan, með miljónum eintaka.

Finnland gefur út hafsjó bóka, allt að 13 – 14.000 bækur á ári og þar af fleiri 4.500 ný verk. Aðeins á Íslandi eru gefnar út fleiri bækur miðað við höfðatölu (finland.fi).

Gjaldfrjáls bókasöfn Finnlands gegna lykilhlutverki í bókmenntamenningu landsins. Þau eru einnig lífæð rithöfundanna því þeir fá endurgjald fyrir útlán, og eru það grundvallartekjur margra.

Vinsælar bækur eftir finnska rithöfunda eru einna helst glæpareyfarar (Matti Yrjänä Joensuu, Leena Letholainen), spennusögur (IIkka Remes), fjölskyldufrásagnir (Laila Hietamies) og „chick-lit“ (Katja Kallio).

Finnsk-eistneska verðlaunaskáldkonan og Íslandsvinurinn Sofi Oksanen er einna þekktust ungra rithöfunda Finnlands í dag. Meðal verka hennar eru Kýr Stalíns (2003). Norma (2005), Hreinsun (2008), og Þegar dúfurnar hurfu (2012).

Þriðji hver Finni les bókmenntir í hverjum mánuði og hefur þessi fjöldi haldist stöðugur frá árinu 2000.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira