logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

BÓKASAFN - Trausti vann!

10/02/2017

Vinningshafinn í fyrstu barnagetraun ársins er Trausti Þráinsson, 11 ára strákur úr Lágafellsskóla. Verðlaunin eru nýjasta bók Gunnars Helgasonar, Pabbi prófessor, en hún er ein af allra vinsælustu barnabókunum í safninu um þessar mundir. Trausti er tíður gestur hér í Bókasafninu og les mikið. Hann hefur einnig mikinn áhuga á íþróttum, æfir bæði fótbolta og handbolta og heldur með Manchester United í ensku deildinni.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira