logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

LISTASALUR - NÁTTÚRA Árni Rúnar sýnir í Listasal Mosfellsbæjar

04/11/2016

Laugardaginn 5. nóvember kl. 16:00 opnar Árni Rúnar Sverrisson málverkasýningu í Listasal Mosfellsbæjar. Sýningin heitir NÁTTÚRA og er á henni að finna myndir sem túlka þau áhrif sem litbrigði og form frumgróðurs jarðar hafa haft á Árna Rúnar. Það er ekki síst fegurð hins mjúka og smáa sem heillar Árna og sýna myndirnar ótrúlega næmni fyrir litbrigðum.

Sýningin í Listasal Mosfellsbæjar er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar kl. 12 – 18 virka daga og 13 – 17 á laugardögum.

Sýningunni lýkur 5. desember.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira