logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

AÐ SAFNA OG HAFNA

27/09/2016

Á sýningunni AÐ SAFNA OG HAFNA eru sýnd SMÁ VERK ÚR SMÁVERKASAFNI Guðbergs Bergssonar rithöfundar. Um söfnun sína segir Guðbergur:

,,Óhefðbundinn safnari eins og ég setur sér reglur. Hann safnar með vissu hugarfari og forðast hrifningu og skyndiáhrif. Hann er laus við áráttu. Það sem hann gerir er hvorki ástríða né hagsýni þess sem safnar dýrmætum. Óhefðbundið safnar hann af áhuga sem verður ekki skilgreindur með góðu móti. Ég safna ekki stórvægilegum hlutum heldur óviðurkenndum verðmætum. Í fyrstu safnaði ég því sem mér barst upp í hendurnar, síðan með innsæi.“


Við opnun sýningarinnar laugardaginn 24. september ræddi Guðbergur við gesti um verkin og var það mjög áhugavert spjall.

Sýningin í Listasalnum stendur til 22. október og er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar frá 12-18 á virkum dögum, nema miðvikudögum frá 10, og 13 – 17 á laugardögum.Meðfylgjandi eru myndir frá opnun sýningarinnar.

Guðbergur fræðir gesti um verkin og samhengi sýningarinnar.
Áhugasamir gestir hlýða á Guðberg. Lengst til hægri má sjá Þórhildi Pétursdóttur formann menningarmálanefndar Mosfellsbæjar.

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira