logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Bókasafnsdagurinn 2016

06/09/2016
Bókasafnsdagurinn 2016 er 8. september, alþjóðlegur dagur læsis. Sameinuðu þjóðirnar gerðu þennan dag að alþjóðadegi læsis árið 1965. Upplýsing og bókasöfnin á Íslandi hafa tekið sig saman um að halda þennan dag hátíðlegan. Yfirskrift dagsins er Lestur er bestur – út fyrir endimörk alheimsins.

Við í Bókasafni Mosfellsbæjar höldum upp á daginn með ýmsum hætti og bjóðum ykkur að njóta með okkur:

• Í Listasalnum er sýningin SMIÐUR EÐA EKKI um Birtu Fróðadóttur.
Mín kona – ný sýning í einum sýningaskáp tengd Borghildi Júlíönu Þórðardóttur.
• Kynnt verður Uppáhalds ljóðið mitt – valið af starfsmönnum bókasafna.
• Gæti leynst garður í bók á Bókasafninu?
• LOK SUMARLESTRAR – dagskrá frá 16:30 – 17:30 Ævar vísindamaður tekur þátt.
• Bókamerki dagsins afhent.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira