Fréttasafn
2024
janúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september.
2023
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2022
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2021
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2020
janúar, febrúar, mars, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
AFRÍSKAR BÓKMENNTIR
02.09.2016 14:24Afrískar bókmenntir eru umfangsmiklar og fjölbreyttar. Það sem einkennir þær er að megintexti hefðbundinna munnmælasagna og ritverka er á afró-asísku og afrískri tungu. Einnig eru ritverk í bland við ritverk Afríkubúa sem skrifuð eru á tungumálum Evrópu, þ.e. tungumálum nýlenduherranna, frönsku, portúgölsku og ensku.
Segja má að nútímabókmenntir Afríku eigi uppruna sinn í menntakerfum nýlenduherranna, þar sem kerfið á þeim tíma var Evrópumiðað og vísaði til þeirra hefða sem ríktu í Evrópu. Hins vegar hafa munnmælahefðir sett sitt mark á samtímabókmenntir álfunnar.
Áhrif aðskilnaðarstefnunnar hefur verið ríkjandi í bókmenntum Suður Afríku, eins og í bók V. Y. Mudimbe „Before the Birth of the Moon“ (1989), þar sem hann tekur fyrir dauðadæmt ástarsamband í samfélagi sem er gegnsýrt af svikum og spillingu.
Annað sem einkennir afrískar bókmenntir er hvernig margir rithöfundanna færa verk sín í efnislegan búning og flétta oft munnlegar hefðir í skrif sín. Persónur Achebe í „Things Fall Apart“ krydda mál sitt með ýmsum orðatiltækjum og enn aðrir hafa tekið upp á því að færa verk sín yfir í kvikmyndaform til að koma skilaboðum sínum áleiðis til þeirra sem eru ólæsir, eins og senegalski rithöfundurinn Ousmane Sembene.
Aðrir nútímahöfundar sem hafa fengið viðurkenningu á heimsvísu eru Ngugi wa Thiongo fyrir bók sína „Weep Not Child“, og Wole Soyinkas fyrir bókina „Death and the Kings‘s Horseman“, en hann hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum 1986.
Afrískar bókmenntir sem skrifaðar eru á frummáli eru lítt þekktar utan viðkomandi málasvæða. Aðrir rithöfundar skrifuðu verk sín fyrst á afrísku tungumáli áður en þeir þýddu þau á ensku, eins og Ngugi wa Thiongo með bók sína „Kölski á krossinum“ (2009).
Thiongo er talinn einn áhrifamesti rithöfundur Afríku. Hann tekur fyrir málefni einstaklings og samfélags í Afríku eftir að nýlendutíminn rann sitt skeið á enda. Thiongo sat í fangelsi án réttarhalda í rúmt ár. Hann skrifar nú eingöngu á móðurmálunum, Gikuyi og Swahili.