Fréttasafn
2024
janúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september.
2023
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2022
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2021
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2020
janúar, febrúar, mars, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2019
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2018
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2017
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2016
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember.
2015
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, ágúst, september, október, nóvember, desember.
JAPANSKAR BÓKMENNTIR – ÁGÚST 2016
03.08.2016 14:04Í ágúst eru það Japanskar bókmenntir sem verða fyrir valinu, en 71 ár er liðið frá því að Bandaríkin slepptu atómsprengju á Hiroshima í seinni heimstyrjöldinni.
Þann örlagaríka dag, 6. ágúst 1945, þegar atómsprengjan féll voru a.m.k. 70.000 manns sem létu lífið við sprenginguna sjálfa, önnur 70,000 létust af völdum geislunaráhrifa, og næstu fimm árin létust u.þ.b. 200.000 vegna aukaverkana af langtímaáhrifum sprengjunnar. Þremur dögum síðar var annarri atómsprengju sleppt á Nagasaki sem varð um 80,000 manns að bana. Japan gafst upp skilyrðislaust fyrir Bandaríkjamönnum þann 14. ágúst sama ár.
Japanskar bókmenntir voru upprunalega ritaðar á kínversku, því fyrr á öldum bjuggu þeir ekki yfir eigin ritmáli. Þrátt fyrir það er Japan ein af helstu bókmenntaþjóðum heims, bæði er varðar magn og gæði.
Japanir eiga sér langa sögu á sviði ljóðagerðra, skáldsagna, leikbókmennta, dagbókaskrifa, ferðasagna og hugrenninga. Einna þekktasta ljóðaform þeirra er „Haiku“, eða hæka, þar sem bragarhátturinn byggist á þremur órímuðum línum, 5, 7 og 5 atkvæða. Hæka ljóðagerð getur fjallað um allt mögulegt, allt frá ást til náttúru.
Meðal vinsælustu rithöfunda Japans í dag má nefna Haruki Murakami, Ryu Murakami (tengist ekkert þeim fyrrnefnda), og Banana Yoshimoto, en þau eru öll þekkt fyrir óvægið innsæi í nútímasamfélag Japans.
Haruki Murakami (1949-) er sennilegast mest lesni japanski rithöfundurinn utan Japans, en þekktustu bækur hans eru skáldsögurnar Norwegian Wood (1987) og Að eltast við kindur (A Wild Sheep Chase 1989). Sögur Murakami byggjast yfirleitt á heimspekilegum málefnum og eru annað hvort raunsæjar eða yfirnáttúrulegar. Helstu umfjöllunarefni í bókum hans eru tíminn, minnið, ferðalag út í hið óþekkta og ytra eðli hins illa.
Ryu Murakami (1952-) vann til Akutagawa bókmenntaverðlaunanna 1976 fyrir bókina „Almost Transparent Blue“. Rauður þráður bóka hans er mannlegt eðli sem leyst er úr viðjum blekkinga; eiturlyf, súrrealismi, morð og stríð, eða allt það sem endurspeglar skuggahliðar Japans.
Banana Yoshimoto (1964-) er annað hvort dáð eða illa liðin af lesendum. Uppistaða myrkra skáldsagna hennar er oftar en ekki dauði, sifjaspell og samkynhneigð kvenna. Þekktasta bók hennar er Eldhús (Kitchen 1987).