logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

BÓKAGETRAUNIRNAR komnar í frí og SUMARLESTURINN tekinn við

27/05/2016

Við höfum dregið úr réttum lausnum á maí getrauninni en hún er jafnframt sú síðasta í bili. Við tökum okkur frí í sumar en byrjum aftur í haust.

Sumarlesturinn tekur nú við og stendur til 2. september. Það verður sjávarþema og búið er að hengja upp fiskinet í barnadeildinni. Lestrarhestarnir skreyta það svo í sumar með fallegum myndum af sjávarlífverum. Krakkarnir lita eina mynd fyrir hverja lesna bók og við vonumst til að fylla netið!

Hvetjum börnin til að lesa.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira