logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Verðlaunahafi í marsgetraun

11/04/2016
Guðrún Margrét Benediktsdóttir er 8 ára nemandi í Varmárskóla og hún er vinningshafi í nýliðinni getraun. Hún er fjölhæf sú stutta, er að læra á þverflautu og spilar með Skólahljómsveitinni og æfir fimleika. Hún les mikið og í uppáhaldi hjá henni núna eru Öddubækurnar.

Við hvetjum ykkur til að koma við í Bókasafninu og spreyta ykkur á getraun aprílmánaðar en hún er á sínum stað í barnadeildinni.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira