logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Milli himins og jarðar – ný sýning í Listasal Mosfellsbæjar

09/03/2016
Þriðja sýning ársins 2016 í Listasal Mosfellsbæjar er afmælissýning Myndlistaskóla Mosfellsbæjar. Sýningin sem nefnist Milli himins og jarðar var opnuð laugardaginn 5. mars. Þar sýna níu nemendur skólans í olíumálun lokaverkefni sín. 
Sýnendur eru Arnbjörg Þórðardóttir, Auður Gunnarsdóttir, Áslaug K. Ásgeirsdóttir, Bryndís Lýðsdóttir, Guðmundur Guðbjarnarson, Helga Sigurðardóttir, Kristín Sverrisdóttir, Louisa Sigurðardóttir og Ólöf Valdimarsdóttir. Hluti nemendanna hefur numið við skólann frá opnun hans. 
    Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins og stendur hún til 30. mars. 
Á myndinni eru listakonurnar ásamt Þuríði Sigurðardóttur sem hefur kennt þeim og Ásdísi Sigurþórsdóttur, skólastjóra Myndlistarskóla Mosfellsbæjar. Á myndina vantar eina karlmanninn í sýnendahópnum Guðmund Guðbjarnarson.

Ljómyndari: Magnús Guðmundssón
Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira