logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Heimsókn bókmenntaklúbbsins Hana - Nú

30/03/2015
Um daginn heimsótti bókmenntaklúbburinn Hana - Nú Bókasafn Mosfellsbæjar. Hópurinn hefur verið að lesa verk Halldórs Laxness í vetur og í framhaldi var stefnan tekin í Mosfellsbæinn. Dagskrá hópsins hófst í Lágafellskirkju og síðan var haldið að Hulduhólum þar sem verk Steinunnar Marteinsdóttur voru skoðuð. Hádegismatur var snæddur í Álafosskaffi og þaðan haldið í Bókasafn Mosfellsbæjar þar sem félagar úr hópnum lásu úr verkum Halldórs Laxness. Ferðinni lauk með heimsókn á Gljúfrastein.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira