logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Kona marsmánaðar 2015 - Klara Klængsdóttir

06/03/2015

Í tilefni 100 ára afmælis kosningarréttar kvenna á Íslandi 2015 hafa Bókasafn Mosfellsbæjar og Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar tekið höndum saman og kynna mánaðarlega konu eða konur sem flestar eiga tengingar við Mosfellssveit.

Þriðja konan, kona marsmánaðar, er Klara Klængsdóttir, kennari og sundkona.



Klara var dóttir hjónanna Rannveigar Eggertsdóttur (1891 – 1981), frá Stapa í Tálknafirði, og Klængs Jónssonar (1870 – 1921), járnsmiðs frá Árbæ í Ölfusi. Klara flutti með móður sinni að Álafossi eftir lát föður síns og þar ólst hún upp. Hún lærði sund og leikfimi á Álafossi, varð þekkt sundkona og kenndi sund og leikfimi í fjölda ára.



Hún útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands árið 1939 og hóf það haust kennslu við Brúarlandsskóla. Klara starfaði við Brúarlandsskóla og síðar Varmárskóla allan sinn starfsaldur. Ætla má að Klara hafi kennt fleiri Mosfellingum að lesa en nokkur annar kennari í sveitinni.



Klara var ógift og barnlaus.
Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira