logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Litríkur lopi

23/08/2019

Margmenni var við opnun sýningar Gerðar Guðmundsdóttur Skynjun – Má snerta í Listasal Mosfellsbæjar 16. ágúst sl. Á sýningunni eru textílverk gerð úr íslenskri ull og er leikgleðin og litadýrðin í forgrunni. Sýningin er hönnuð með þarfir blindra og sjónskertra í huga. Heiti verka og texti um sýninguna er á blindraletri, notast er við andstæða og bjarta liti og síðast en ekki síst má upplifa öll verkin með snertingu. Ljóst var strax á fyrstu dögum sýningarinnar að börn hafa sérstaklega gaman af verkunum og kunna að meta að mega snerta þau. Við hvetjum fólk til að láta þessa litríku og glaðlegu sýningu ekki framhjá sér fara. Opið er kl. 12-18 á virkum dögum og kl. 12-16 á laugardögum. Síðasti sýningardagur er 13. september.

Til baka

Myndir með frétt

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira